Útey I er sveitabær í Bláskógabyggð. Bærinn stendur við Laugarvatn en á líka land að Apavatni. Áður var þar hefðbundinn búskapur, en jafnframt var ávallt stunduð netaveiði í vötnunum.


Ábúendur frá 1980 eru Skúli Hauksson og Elsa Svandís Pétursdóttir. Síðan 1994 hafa þau rekið þar reykhús. Silungsveiði er líka stunduð bæði í Apavatni og Laugarvatni. Töluverð stangaveiði er í Laugarvatni og Hólaá. Yfir sumartímann er sala heima á bænum, þar sem er seldur nýr silungur, reyktur silungur og lax.


Sumaropnun er alla daga frá kl.9 til kl.19.


hönnun og uppsetning Friðjón Veigar Gunnarsson