 |
Á
vorin um leið og ís fer af vötnunum, er byrjað
að veiða í net í Laugarvatni og Apavatni.
Silungurinn í þessum vötnum er vel rauður
á holdið og mjög ljúffengur hvort sem
er grillaður/steiktur eða matreiddur á annan
hátt. Allur silungurinn úr vötnunum er flakaður
og seldur ferskur. |
Nýju
flökin eru seld heima á bænum yfir sumartímann
en líka í eftirtöldum verslunum: Verslunin Borg,
Grímsnesi, Samkaup/Strax og Handverksgallerí, Laugarvatni.
| Aftur á aðalsíðu |
Uppskriftir með nýjum silungsflökum.
Nokkrar uppskriftir af grilluðum silungsflökum. Flökin
mareneruð í þessum legi í 2-3 tíma:
2 msk. Tómatpurré
4 stk. Hvitlauksrif söxuð
1 msk. Hunang
1 ½ dl. Matarolía
salt og pipar
aromat
Öllu blandað saman og fiskurinn lagður í löginn
(2-3 tímar). Tekinn úr leginum og grillaður annað
hvort í fiskigrind eða beint á grillinu. Grillað
í u.þ.b. 2-3 mín á hvorri hlið eða
eftir stærð á flökunum.
Önnur uppskrift:
Útbúinn bakki úr álpappír og
flökunum raðað á. Best er að hafa 2 flök
í hverjum bakka eða það sem passar fyrir manninn.
Betra er að smyrja álpappírinn með olíu
svo að flökin festist ekki eins við. Flökin krydduð
með salti og sítrónupipar. Síðan er
hægt að setja alls konar grænmeti ofan á
eins og t.d. blaðlauk, rauðlauk, sveppi, tómata eða
bara það sem hverjum finnst best. Gott er að setja
smá smjörklípu ofan á, en ekki nauðsynlegt.
Grillið hitað vel, áður en fiskurinn er settur
á. Grillað í u.þ.b. 5 mín. eða
þangað til fiskurinn er soðinn. Þennan rétt
er líka hægt að pakka alveg inn í álpappír.
Þriðja uppskrift:
Flökunum velt upp úr olíu. Krydduð með
salti, pipar og söxuðum hvítlauk. Sett beint á
vel heitt grillið, grillað í 2-3 mín. á
hvorri hlið. (Fiskhliðin fyrst niður).
Steiktur silungur I.
Silungsflök u.þ.b. 600 gr.
250 gr. Sveppir
lítill gráðostur
Sítrónupipar stráð yfir flökin, látið
bíða á meðan sveppirnir eru steiktir.
¾ hveiti, ¼ rúgmjöl og smá salt
blandað saman og flökunum velt upp úr. Flökin
síðan steikt í smjöri 2-3 mín. á
hvorri hlið. Silungurinn tekinn af pönnunni. Gráðosturinn
og smá matreiðslurjómi sett á pönnuna
og hrært þangað til osturinn er bráðinn,
sveppirnir settir saman við. Flökin borin fram með
sítrónubátum og steinselju ásamt gráðostasósunni.
Steiktur silungur II .
Silungsflökunum velt upp úr rúgmjöli, kryddað
með salti og pipar. Steikt í smjöri u.þ.b.
2-3 mín á hvorri hlið. Flökin tekin af pönnunni,
tómatsósu hellt út í smjörið,
hitað og smá steinselja eða graslaukur sett úr
í. Notað sem sósa með fisknum.
Þessi réttur er oft mjög vinsæll hjá
þeim yngri.
Meðlæti með fisknum er venjulega soðnar kartöflur
og gott salat.
Hér er ein góð uppskrift af salati.
Tómatar
Mozorellaosur
Basilika
Smá edik og góð ólífuolía
Pipar.
Okkur
finnst einnig alveg ómissandi að hafa gúrkusalat
með steiktum eða grilluðum silungi.
Uppskrift:
Gúrkan sneidd niður með ostaskera. Lögur búinn
til úr köldu vatni, smá sykri og borðediki
(smakkað til) og hellt yfir gúrkurnar. Látið
bíða smá stund áður en borið fram.
|