Veiðileyfi eru seld heima á bænum v/veiði í Laugarvatni og Hólaá fyrir landi Úteyjar I. Veiðin í Laugarvatninu hefur undanfarin ár verið mjög góð á vorin og síðan tekur áin við. Áin er mjög skemmtilegt veiðisvæði.


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

 

Aðal veiðin er bleikja en eitthvað er líka um urriða. Veiðileyfið gildir bæði í vatninu og ánni og kostar dagurinn kr.2.700. Einnig er hægt að kaupa sumarkort á kr. 17.000.

Við opnuðum 1.apríl og þann dag komu tveir að veiða. Annar fékk tvo og hinn fékk átta, allt urriðar og veiddir í ánni.

 



| Aftur á aðalsíðu |